Færslur: 2015 Febrúar27.02.2015 13:14Slippurinn i morgun
Skrifað af Þorgeir 26.02.2015 23:42Góð veiði Á snurvoðinni
Skrifað af Þorgeir 26.02.2015 13:28Fyrsta flokks Japansloðna
Í gær var verið að frysta loðnu úr Bjarna Ólafssyni AK í fiskiðjuverinu í Neskaupstað. Bæði var fryst á Rússland og Japan; karlinn á Rússland og hrognafull kerlingin á Japan. Þegar tíðindamann bar að garði voru þau Líneik Haraldsdóttir og Japanirnir Kusa og Shimozawa að skoða sýnishorn af loðnunni. Kusa sagðist vera yfir sig ánægður með loðnuna sem bærist að landi þessa dagana. „Þetta er frábær loðna og einmitt eins og við viljum hafa hana,“ sagði Kusa. „Hrognafyllingin er 23-24% og loðnan flokkast afar vel. Þetta er mun betri loðna en við fengum á vertíðinni í fyrra og þess vegna erum við alsælir,“ sagði Kusa og brosti sínu blíðasta.
Jón Gunnar Sigurjónsson yfirverkstjóri í fiskiðjuverinu tekur undir með Kusa og segir að loðnan sem berst að um þessar mundir sé afar gott hráefni. „Vinnslan gengur í reynd eins og best verður á kosið, en nú er þess ekki langt að bíða að hrognavinnsla hefjist,“ sagði Jón. „Það er ekki ósennilegt að hún hefjist um helgina.“
Þegar löndun lauk úr Bjarna Ólafssyni hófst löndun úr Beiti NK og gæði þeirrar loðnu var svipuð. Loðnan flokkast nánast fullkomlega og vinnslan gengur vel.
Bræla var á loðnumiðunum í gær og veður hefur einnig hamlað veiðum í dag. Birtingur landaði fullfermi á Seyðisfirði í gær og þar er verið að landa fullfermi, 2.500 tonnum, úr Berki. Í gær og fyrradag lönduðu Vilhelm Þorsteinsson og Polar Amaroq í Helguvík.
Skrifað af Þorgeir 26.02.2015 07:47Þokkalegur afli en mikil ótið vegna veðurs
Skrifað af Þorgeir 24.02.2015 23:35Linudráttur á pollinum i kvöldÞað var frekar rólegt hjá þeim kumpánum á Fagranesi is 8 þegar þeir voru að draga linuna við Eimskipsbryggjuna i kvöld um kl 22 og ekki að sjá að aflinn væri neitt mikill en krapi var á pollinum svo að samspilið varð að skemmtilegu myndaverkefni Látum þessar myndir tala sinu máli
Skrifað af Þorgeir 24.02.2015 20:39Sannkölluð siginfiskiveisla i dagÞað var mikil fiskiveisla hjá Stinna i dag menn komu ekki að tómum kofanum hjá Kristni Pálssyni (Stinni ) i hádeginu i dag þegar kallinn bauð uppá sigin fisk hamastólg og kartöflur og ásamt þessu var sporðrent Rúgbrauði af bestu gerð og kaffi á eftir Kallarnir gerðu þessu góð skil eins og meðfylgjandi myndir bera með sér en Stinni hefur reynt að hafa þetta einu sinni i mámuði siðustu árin og hefur sifellt fjölgað i hópnum og er svo komið að sennilega þarf að finna stærra húsnæði
Skrifað af Þorgeir 24.02.2015 10:55Nordborg Kg 689Færeysk skip hafa verið að fiska loðnu á vertiðinni i ár og eitt þeirra er Nordborg KG 689 Hefur verið að frysta loðnu við island á yfirstandandi vertið og hefur gengið þokkalega hjá þeim ég fékk nokkrar myndir sendar sem að birtast hér Og kann ég þeim Sturlu og Árna kærlega fyrir afnotin á myndunum
Skrifað af Þorgeir 18.02.2015 11:31Rifandi gangur i loðnunni
Skrifað af Þorgeir 18.02.2015 09:02Loðnuveiðar með nót ganga vel
Skrifað af Þorgeir 12.02.2015 23:09Neptune i dag
Skrifað af Þorgeir 11.02.2015 08:09155 Lundey NS 14 á landleið i bræluÞað gaf á bátinn á þeim skipverjum á Lundey NS i siðasta túr þeirra á leiðinni af loðnumiðunum útifyrir norðurlandi en skipið var á leiðinni til Akranes með fullfermi af loðnu um 1500 tonn og þegar var komið fyrir Hornbjarg var hvass vindur af suðri svo að það hægði allverulega á Þessar myndir sendi mér Borgar Björgvinsson og kann ég honum bestu þakkir fyrir afnotin
Skrifað af Þorgeir 10.02.2015 22:252281 Sighvatur Bjarnasson Ve 81 með fullfermi af loðnu til EyjaÞað var sannarleg góð stemming i Eyjum I gær þegar Sighvatur Bjarnasson Ve 81 kom þangað með fullfermi af loðnu alls um 1550 tonn sem að veiddust úti fyrir norðurlandi og þvi var siglingin löng til eyja skipið stoppaði stutt aðeins meðan verið var að landa Ljósmyndari Eyjafrétta Óskar Pétur Friðriksson var á ferðinni sem endra nær og sendi mér þessar myndir kann ég honum bestu þakkir fyrir afnotin
Skrifað af Þorgeir 10.02.2015 21:55Tuneq Kemur með sild til EyjaÞann 7 feb siðastliðin kom Tuneq ex Þorsteinn ÞH með um 1200 tonn af sild til Vestmannaeyja sem að var veidd i flottroll fyrir austan land Ljósmyndari Eyjafrétta Óskar Pétur Friðriksson var á ferðinni og tók meðfylgjandi myndir og kann ég honum bestu þakkir fyrir afnotin
Skrifað af Þorgeir
|
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 3025 Gestir í dag: 60 Flettingar í gær: 1455 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 994446 Samtals gestir: 48567 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 13:46:41 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is